Í birtu bernskuslóða þig ber á vængjum ljóða, og ferð í fjörðinn góða er fagurdreymi lík. Í logni sefur særinn, í svefni hvílir blærinn, við fjöllin blundar blærinn, og bliki á sléttri vík. þó hverfi sólin sýnum og syrti í huga þínum, mun gleðiglampi skína um öll gömlu árin þín um bernsku daga bjarta, sem búa í þínu hjarta og sigra myrkrið svarta uns sól að nýju skín.